Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 28. apríl 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Stebbi Gísla: Þurfti að rétta ákveðnar hugmyndir af
Stefán tók við Haukum síðastliðið haust.
Stefán tók við Haukum síðastliðið haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta verði mjög opin deild. Ef að það er verið að spá eftir gengi vetrarins þá er ekki óeðlilegt að við séum þarna," segir Stefán Gíslason, þjálfari Hauka,

„Markmiðið er að vera í efri hluta deildarinnar og vera í snertingu við efstu liðin til að hafa einhverja spennu í þessu. Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög jafnt og það séu fleiri en 1, 2 eða 3 lið sem gera tilkall til efstu tveggja sætanna. Ég tel þetta vera mjög opið."

Stefán tók við þjálfun Hauka síðastliðið haust en þessi fyrrum landsliðsmaður er að þreyta frumraun sína í meistaraflokksþjálfun.

„Þetta er nýtt og það er fullt af hlutum sem maður er að reka sig á, læra og uppgvöta. Þó að maður hafi mikla reynslu í fótboltanum þá eru alltaf nýir hlutir sem maður er að takast á við og þetta er mjög spennandi og skemmtilegt," sagði Stefán en hann breytti um leikkerfi hjá Haukunum í vetur.

„Ég byrjaði í 4-4-2 og hafði mikinn áhuga á að spila það. Við fórum síðan í 4-3-3 og það hefur tekist betur með þennan hóp. Þetta er einn af þessum hlutum sem maður þarf að læra og sérstaklega hér heima þar sem þetta er öðruvísi en erlendis. Maður þarf að stilla leikkerfinu upp út frá hópnum frekar en að stilla hópnum upp út frá kerfinu."

„Ég fór af stað með ákveðnar hugmyndir og þurfti að rétta þær af. Eftir áramót hef ég verið nokkuð sáttur með þróunina á liðinu eftir að við gerðum þessar breytingar. Eins og mörg önnur lið í deildinni þá erum við með takmarkaða breidd. Ef allir eru klárir og heilir þá er ég sáttur með hvernig þetta lítur út hjá okkur."


Stefán segist ekki reikna með frekari liðsstyrk fyrir mót eins og staðan er í dag.

„Við erum nokkuð sáttir. Við erum ekki í vinnu við að styrkja hópinn en við erum alltaf opnir fyrir því ef eitthvað dettur inn eða við heyrum af liðsstyrk, þá skoðum við það," sagði Stefán.
Athugasemdir
banner
banner
banner