Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Stór nöfn á óskalista Man Utd
Powerade
Neymar er orðaður við Manchester United.
Neymar er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge gæti farið til West Ham.
Daniel Sturridge gæti farið til West Ham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í miklu stuði í dag. Kíkjum á pakkann.



Neymar (25) telur að Manchester United sé tilbúið að borga riftunarverði í samningi hans við Barcelona en það er 170 milljónir punda. (Daily Record)

Jose Mourinho, stjóri United, vill að Antoine Griezmann framherji Atletico Madrid og Alvaro Morata framherji Real Madrid myndi nýja sóknarlínu liðsins. Real gæti reynt að fá David De Gea markvörð United á móti. (Daily Telegraph)

Morata vill fara frá Real til Juventus þrátt fyrir áhuga United og Chelsea. (Tuttosport)

Wayne Rooney (31), framherji Manchester United, hefur ekki staðfest að hann verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. Hann gæti farið til Bandaríkjanna eða Kína. (Daily Star)

Michail Antonio (27) vill fara frá West Ham í sumar en hann hefur hafnað nýjum samningi. (The Times)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, hefur gefið í skyn að Daniel Sturridge (27), framherji Liverpool, sé efstur á óskalista hans fyrir sumarið. (Daily Express)

James Rodriguez (25), leikmaður Real Madrid, er sagður á leið til Manchester United. Hann er búinn að velja að leika í treyju númer 10 en það er treyja Wayne Rooney í dag. (Don Balon)

Jeison Lucumi (22) vill fara til Manchester United en þessi kolumbíski framherji hefur slegið í gegn með America de Cali í heimalandi sínu. (Daily Mail)

Manchester City telur að félagið geti landað Kyle Walker (26), hægri bakverði Tottenham. (Daily Telegraph)

Chelsea og Everton vilja fá Kaliduo Koulibaly (25), varnarmann Napoli. (Daily Mirror)

Everton ætlar að bjóða 21 milljón punda í Youri Tielemans (19), miðjumann Anderlecht. (Talksport)

Chelsea er að ganga frá kaupum á Claudio Marchisio (31), miðjumanni Juventus. (Sun)

Liverpool gæti ennþá reynt að fá Isco (25) frá Real Madrid en hann hefur líka verið orðaður við Chelsea. (Daily Star)

Brighton ætlar að reyna að fá miðjumanninn Kevin Stewart (23) frá Liverpool í sumar. Liverpool vill fá tíu milljónir punda fyrir hann. (Sun)

WBA er að kaupa Sean Raggett, varnarmann Lincon, á 100 þúsund pund. (Daily Mail)

Framtíð Rafa Benitez, stjóra Newcastle, skýrist á næstu tíu dögum en þá fundar hann með Mike Ashley eiganda félagsins. (Guardian)

Charlie Adam og Danny Mills segja að Jose Mourinho eigi að reyna að fá John Terry til Manchester United í sumar. (BBC)
Athugasemdir
banner
banner
banner