fös 28. apríl 2017 22:22
Elvar Geir Magnússon
Veran á Wembley gæti reynst Tottenham erfið
Tottenham hefur staðfest að Wembley verður heimavöllur liðsins á næsta tímabili.
Tottenham hefur staðfest að Wembley verður heimavöllur liðsins á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur staðfest að liðið muni spila á Wembley á næsta tímabili á meðan verið er að vinna í nýjum 61 þúsund sæta leikvangi félagsins.

Áætlað er að sá leikvangur verði klár fyrir tímabilið 2018-19.

Margir stuðningsmenn Tottenham eru hræddir fyrir komandi dvöl á Wembley en liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á vellinum.

Þessi flutningur Tottenham gæti orðið erfiður fyrir félagið.

„Þetta verður mjög erfitt fyrir Tottenham. Miklu erfiðara en þú getur ímyndað þér," segir Arsene Wenger, stjóri erkifjendanna í Tottenham.

„Þér líður í fyrstu ekki eins og þú sért að spila á heimavelli. Ég held að það ferli taki um tvö ár."

Tottenham náði aðeins að vinna einn af fjórum Meistaradeildar- og Evrópudeildarleikjum sínum á Wembley auk þess sem liðið tapaði undanúrslitaleik FA-bikarsins gegn Chelsea á vellinum um síðustu helgi.

Tottenham er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner