„Þetta var erfitt í fyrri hálfleik fannst mér og þeir settu á okkur pressu með því að skora geggjað mark en við stigum upp og náðum góðu tempói síðustu 20 mínúturnar og settum þá þrjú mörk sem skipti sköpum," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur sinna manna á ÍBV í 1. umferð Pepsi-deildar karla.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 ÍBV
„Menn hafa verið að bíða eftir þessu lengi að spila fyrsta leik og skiluðu heimasigri en það hefur liðið langur tími síðan Breiðablik vann á heimavelli í fyrsta leik en nú er það komið."
Gústi býst við því að Breiðablik bæti við sig leikmanni áður en félagaskiptagluginn lokar um miðjan maí.
„Glugginn lokar 15. maí þannig við höfum ennþá ágætis tíma til að bæta við okkur og ég reikna með að vð gerum það. Það verður að koma í ljós hvað verður en við erum með nokkur járn í eldinum, það verður fróðlegt að fylgjast með því."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir