Sveinn Aron Guðjohnsen fer vel af stað í Pepsi-deildinni en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Breiðabliks á ÍBV í 1. umferðinni í dag.
„Þetta var geggjað og drauma byrjun. Frábært að skora tvö mörk og fá sjálfstraust."
„Þetta var geggjað og drauma byrjun. Frábært að skora tvö mörk og fá sjálfstraust."
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 ÍBV
„Við byrjuðum leikinn kannski ekki eins og við vildum en síðan fór þetta allt að ganga upp," sagði Sveinn sem hefur ekki sett sér neitt markmið fyrir sumarið.
„Ég hef ekki sett mér nein markmið. Er það ekki meira aðrir sem setja markmið fyrir mig, ég býst við að það sé að skora yfir 10 mörk."
Það er athyglisvert að Sveinn Aron hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni og þar af fjögur gegn ÍBV.
„Ég væri til í að spila við ÍBV hverja einustu helgi. Ég reyni ekkert að skora eitthvað meira gegn ÍBV en öðrum liðum," sagði Sveinn Aron að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir