Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 11:45
Aksentije Milisic
Newcastle skoraði þrettán mörk gegn Sheffield á tímabilinu og setti met
Isak reyndist Sheffield erfiður ljár í þúfu.
Isak reyndist Sheffield erfiður ljár í þúfu.
Mynd: Getty Images

Newcastle United mætti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær og vann Newcastle auðveldan sigur og þar með fall Sheffield gulltryggt.


Leikurinn endaði 5-1 þar sem Alexander Isak gerði tvennu fyrir heimamenn. Fyrri leik liðanna lauk með 8-0 sigri Newcastle á Bramall Lane og því skoraði Newcastle alls þrettán mörk gegn Sheffield í deildarkeppninni á þessari leiktíð.

Það er nýtt met í ensku úrvalsdeildinni en aldrei áður hefur eitt félag náð að skora svona mörg mörk gegn öðru á einu tímabili.

Liðin áttust við þann 24. september á síðasta ári og þá lauk leiknum 0-8 þar sem átta mismunandi markaskorarar komust á blað hjá Newcastle í leiknum. Staðan var 0-3 í hálfleik og svo bættu gestirnir við alls fimm mörkum í síðari hálfleiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner