Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Ótrúlegur Orri skoraði þrennu af bekknum í mikilvægum sigri
Orri Steinn skoraði aðra þrennu sína á tímabilinu
Orri Steinn skoraði aðra þrennu sína á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson átti ótrúlega frammistöðu í 3-2 sigri FCK á AGF í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn af bekknum.

Orri, sem er 19 ára gamall, hefur verið í ágætlega stóru hlutverki hjá FCK á tímabilinu.

Hann var að byrja á bekknum þriðja leikinn í röð en hann sýndi þjálfaranum Jacob Neestrup að hann eigi sannarlega skilið að vera fastamaður í þessu liði.

Orri kom inn af bekknum á 53. mínútu og kom FCK í forystu sex mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu. AGF jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok en Orri kom FCK aftur yfir með marki af stuttu færi úr miðjum teignum á 85. mínútu.

Þegar rúmar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann þriðja markið með góðu skoti fyrir utan teig, neðst í vinstra hornið. Önnur þrenna hans á tímabilinu. AGF minnkaði muninn stuttu síðar en lengra komust gestirnir ekki og lokatölur því 3-2, FCK í vil.

Geggjuð innkoma hjá Orra sem er nú með 12 mörk og 7 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Þessi mörk hans voru einnig dýrmæt í titilbaráttunni en liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Midtjylland þegar fimm leikir eru eftir.

Mikael Neville Anderson var í liði AGF sem er í 5. sæti með 38 stig.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner