Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2015 20:30
Daníel Freyr Jónsson
Abel Hernandez í bann fyrir að kýla Phil Jones
Abel Hernandez.
Abel Hernandez.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Abel Hernandez, leikmaður Hull, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að kýla Phil Jones, varnarmann Manchester United.

Atvikið átti sér stað í 0-0 jafntefli liðana í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Kýldi Hernandez Jones í magann án tilefnis.

Hernandez mun því missa af fyrstu þremur leikjum Hull í Championship-deildinni á næstu leiktíð.

Úrúgvæinn kostaði Hull 10 milljónir punda og er hann dýærasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Skoraði hann fjögur mörk í 24 leikjum í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner