Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. maí 2015 22:16
Magnús Már Einarsson
Björgvin Karl: Væri frekar fúll út í leikmanninn en dómarann
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, var ánægður með sitt lið eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

KR komst yfir á 70. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði á 87. mínútu fyrir Blika.

„Við fengum smá pressu á okkur síðustu átta mínúturnar og þetta lá svolítið í loftinu, Ég hefði viljað sjá einhvern stíga inn í þetta og þá hefðum við landað þremur stigum," sagði Björgvin eftir leik en hann átti þar við skotið sem Fanndís Friðriksdóttir jafnaði úr.

Þetta var fyrsta stigið sem nýliðar KR fá í Pepsi-deildinni í sumar.

„Ég hefði klárlega tekið eitt stig fyrir leikinn. Ég er sáttur með að fyrsta stigið er komið í hús. Við eigum mjög erfiða byrjun í mótinu. Við eigum að geta gert betur en við höfum gert og það mun koma."

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur við vítaspyrnuna sem KR skoraði úr en hann vildi meina að brotið hefði verið fyrir utan teig.

„Hún byrjar að toga í treyjuna á henni fyrir utan teig. Dómarinn gerir rétt og leyfir henni að halda áfram. Þegar hún er komin inn í teig þá skóflar hún undan henni löppunum. Ef ég væri þjálfari Breiðabliks væri ég frekar fúll við leikmanninn heldur en dómarann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner