„Maður er svo tilfinningaríkur," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir 1-2 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabænum í kvöld aðspurður hvort hann sé grátbólginn?
„Nei nei, það er búið að vera svolítið vindasamt í Garðabænum, miklar tilfinningar og mikil læti."
„Þetta var mikill vinnusigur og það sem við lögðum upp með gekk og ég hefði viljað vinna stærra. Ég er svekktastur með að við vannnýttum svakalega góð færi."
Stjarnan jafnaði metin í seinni hálfleik, mjög klaufalegt hjá markmanni Selfoss en um leið kallaði Gunnar inn á völlinn að liðið ætti að skora strax aftur.
„Við sækjum til sigurs, við erum ekkert í þessu til að sætta okkur við neitt annað og allavega að reyna að vinna alla leiki."
Athugasemdir