Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 28. maí 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
King í Bournemouth (Staðfest)
Kóngurinn í leik með Blackburn.
Kóngurinn í leik með Blackburn.
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur keypt norska framherjann Joshua King frá Blackburn Rovers.

Hinn 23 ára gamli King hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bournemouth en samningur hans við Blackburn er að renna út.

King var áður á mála hjá Manchester United en hann kom til Blackburn árið 2013.

Bournemouth vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti á dögunum.

Í gær fékk félagið markvörðinn Adam Fedirici í sínar raðir frá Reading og fyrr í vikunni samdi markvörðurinn Artur Boruc einnig við félagið eftir að hafa verið í láni frá Southampton í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner