fim 28. maí 2015 13:21
Magnús Már Einarsson
Kvennalið í FIFA 16
Sydney Leroux.
Sydney Leroux.
Mynd: EA Sports
EA Sports hefur greint frá því að í fyrsta skipti verður boðið upp á kvennalið í tölvuleiknum FIFA.

FIFA 16 kemur út síðar á þessu ári og á meðal liða í leiknum verð tólf kvennalandslið.

Þar á meðal eru Bandaríkin, Kanada, England, Brasilía, Þýskaland og Spánn en íslenska landsliðið er ekki á lista að þessu sinni.

Bandarísku landsliðskonurnar Abby Wambach, Sydney Leroux, Alex Morgan og Megan Rapinoe heimsóttu EA Sports á dögunum til að hjálpa til við að gera hreyfingar í leiknum sem raunverulegastar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner