Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 28. maí 2015 21:59
Arnar Daði Arnarsson
Lúka Kostic: Okkur líður vel á þessum velli
Lúka Kostic þjálfari Hauka.
Lúka Kostic þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eftir fjórar umferðir eru Haukar komnir með sex stig, öll stigin hafa þeir unnið á heimavelli. Í kvöld tóku þeir á móti Fram. Eftir að hafa verið 0-1 undir eftir 80. mínútna leik sneru þeir taflinu við og skoruðu tvö mörk.

Lúka Kostic þjálfari Hauka var að vonum ánægðir með baráttuna hjá strákunum sínum og stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  1 Fram

„Þetta var erfitt. Við erum farnir að líkjast sjálfum okkur. Hver einasti leikur er að verða betri og betri og mér finnst seinni hálfleikurinn virkilega vel spilaður. Þetta var svolítill rok leikur og þetta var erfitt fyrir bæði lið."

„Mín tilfinning var allan leikinn að við værum líklegri en þeir. Framarnir komu til að sækja stig og spiluðu þannig. "

Haukar fengu tvö góð færi í fyrri hálfleik sem þeir nýttu ekki. Luka segir það ekki hafa skipt miklu máli þegar upp var staðið.

„Leikurinn hefði kannski opnast meira. En við erum auðvitað alltaf ánægðir með sigur og sérstaklega þegar við skorum síðustu tvö mörkin á síðustu tíu mínútunum. Þetta er karakterslið, ungt lið og þeir voru að spila á köflum virkilega flott. Sóknirnar hjá okkur urðu þyngri og þyngri í seinni hálfleik. Mér finnst við vera á réttri leið."

Haukar hafa byrjað mótið vel á heimavelli eins og fyrr segir. Tveir sigrar í fyrstu tveimur leikunum á gervigrasinu á Ásvöllum. Gervigras, sem er svo löngu komið til ára sinna.

„Ég er búinn að vera með þetta lið í fjögur ár og ég man eftir fáum leikjum sem við töpum hér. Strákunum líður greinilega vel á þessum velli."

„Þetta gras fer í haust. Við reyndum að breyta fyrir mótið en það var ekki hægt. Auðvitað vilja allir spila við betri aðstæður og á betra grasi. Þetta gras hefur verið hér í mörg ár og hefur þjónað okkur mjög vel. Okkur líður samt sem áður mjög vel á þessu grasi og erum vanir því. Þessi hópur kvartar ekki yfir neinu. Við einfaldlega mætum í leikina og berjumst og undirlagið skiptir engu máli. Auðvitað er tilhlökkun til haustsins, þegar við fáum annað gras," sagði Luka að lokum.
Athugasemdir
banner
banner