Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. maí 2015 19:59
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Vísir.is 
Slátraði Liverpool um helgina og æfði með ÍBV í dag
Marc Wilson var 25 sinnum í byrjunarliði Stoke í vetur.
Marc Wilson var 25 sinnum í byrjunarliði Stoke í vetur.
Mynd: Getty Images
Marc Wilson, varnarmaðurinn í liði enska úrvalsdeildarliðsins Stoke, tók þátt í æfingu ÍBV í Vestmanneyjum í dag. Frá þessu greinir Vísir.is.

Wilson er þó ekki að ganga í raðir ÍBV, en hann mun vera góður vinur Hermanns Hreiðarssonar. Voru þeir saman í Eyjum í dag og ákváðu þjálfarar ÍBV að bjóða þeim að taka þátt í æfingu liðsins.

Við erum að ganga frá samningi við hann," sagði Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, við Vísi, en lítil alvara var þó í þeim orðum.

Nei, nei. Hann er góður félagi Hemma Hreiðars og þeir voru saman í Vestmannaeyjum þannig ég bauð þeim að vera með á æfingunni."

Wison kom inn á sem varamaður í 6-1 stórsigri Stoke á Liverpool í lokaumferð úrvalsdeildarinnar um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner