banner
   fim 28. maí 2015 14:52
Magnús Már Einarsson
Tyrkneskt félag hefur áhuga á Gumma Tóta
Guðmundur í leik með u-21 árs landsliðinu í fyrra.
Guðmundur í leik með u-21 árs landsliðinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tyrkneska félagið, Istanbul Basaksehir sem situr í fjórða sæti efstu deildar í Tyrklandi hefur áhuga á að gera tilboð í Guðmund Þórarinsson miðjumann Nordsjælland samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Félagið hefur fylgst grannt með Guðmundi eftir að hann gekk til liðs við Nordsjælland frá norska félaginu Sarpsborg um áramótin.

Guðmundur hefur spilað 13 leiki með Nordsjælland eftir að hann gekk til félagsins. Hann lagði upp eitt mark í 4-2 sigri á Hobro í síðustu umferð.

Tvær umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni og siglir liðið lygnan sjó um miðja deild.

Ein umferð er eftir af tyrknesku deildinni og er Basaksehir í góðum möguleika að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni.

Istanbul Basaksehir er ungt félag en það var var stofnað árið 1990. Félagið fór fyrst upp í úrvalsdeild árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner