fim 28. maí 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Yfirlýsing frá Real Madrid: Ekkert tilboð í Pogba
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur sent frá sér yfirlýsingu til að blása orðróm þess efnis að félagið hafi lagt fram tilboð í Paul Pogba miðjumann Juventus.

Ítalska blaðið La Stampa hélt því fram í gær að Real Madrid hefði boðið í Pogba og að leikmaðurinn myndi fá 10 milljónir evra í árslaun hjá félaginu.

Real Madrid hefur ákveðið að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu til að neita þessum fréttum.

„Eftir fréttir í ítalska dagblaðinu La Stampa um tilboð Real Madrid í Paul Pogba þá vill félagið koma eftirfrandi á framfæri: Real Madrid hefur ekki haft samband við Juventus eða umboðsmann leikmannsins og fréttir dagblaðsins eru algjörlega rangar," segir í yfirlýsingu Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner