lau 28. maí 2016 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: KV gerði góða ferð vestur
KV hafði betur gegn Vestra
KV hafði betur gegn Vestra
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Vestri 1 - 3 KV
0-1 Ólafur Frímann Magnússon (´21 )
1-1 Hjalti Hermann Gíslason (´30 )
1-2 Viktor Örn Guðmundsson (´69 )
1-3 Brynjar Gauti Þorsteinsson (´75 )

KV gerði góða ferð vestur í lokaleik dagsins í 2. deild karla.

KV var spáð góðu gengi í 2. deildinni í sumar, en liðið þó hafði aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum.

Því glöddust menn þegar Ólafur Frímann Magnússon skoraði, en níu mínútum eftir það jafnaði Hjalti Hermann Gíslason fyrir heimamenn.

Staðan var jöfn í hálfleik, en um miðjan seinni hálfleikinn skoraði KV tvisvar. Fyrst var það Viktor Örn Guðmundsson og síðan Brynjar Gatui Þorsteinson.

Það þýddi 3-1 sigur gestanna úr Vesturbænum, en liðið er því með sex stig eftir fjóra leiki. Vestri er einnig með sex stig, en liðin eru í 5. og 6. sæti deildarinnar.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner