banner
   lau 28. maí 2016 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Stórsigrar hjá Berserkjum og Hvíta Riddaranum
Berserkir áttu ekki í miklum vandræðum með Hörð Í.
Berserkir áttu ekki í miklum vandræðum með Hörð Í.
Mynd: Fótbolti.net - Jóhann Ingi Hafþórsson
Hviti Riddarinn vann stóran sigur
Hviti Riddarinn vann stóran sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Báðum leikjum dagsins í 4. deild karla er lokið, en leikirnir voru í A- og C-riðli.

Í A-riðli mættust Berserkir og Hörður frá Ísafirði, en leikið var á Víkingsvelli.

Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Berserkjum og í seinni hálfleik bættu þeir við öðrum þremur mörkum og lokatölur því 6-0.

Berserkir eru búnir að vinna einn leik, gera eitt jafntefli og tapa einum hingaði til í riðli sínum, en liðið er með fjögur stig í 2. sæti. Hörður er á botni riðilsins eftir þennan eina leik.

Í C-riðli mættust síðan Hvíti Riddarinn og Augnablik, en síðarnefnda liðið hafði unnið sinn fyrsta leik gegn Ísbirninum, 5-4.

Það fór þó þannig í dag að Hvíti Riddarinn reyndist vera sterkara liðið og vann 5-0 sigur, en þetta fyrsti leikur liðsins í riðlinum og fyrsti sigurinn einnig.

A-riðill
Berserkir 6 - 0 Hörður Í.

1-0 Ómar Ingi Guðmundsson (´3 )
2-0 Snorri Geir Ríkharðsson (´23 )
3-0 Karel Sigurðsson (´27 )
4-0 Karel Sigurðsson (´47 )
5-0 Viktor Jónsson (´54 )
6-0 Einar Guðnason (´88 )

C-riðill
Hvíti Riddarinn 5 - 0 Augnablik

1-0 Jóhann Andri Kristjánsson (´25 )
2-0 Haukur Eyþórsson (´42 )
3-0 Haukur Eyþórsson (´48 )
4-0 Elmar Snær Hilmarsson (´59 )
5-0 Gunnar Már Magnússon (´84 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner