Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. maí 2016 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard getur ekki beðið eftir því að mæta Man. Utd
Hazard er spenntur fyrir því að mæta Mourinho
Hazard er spenntur fyrir því að mæta Mourinho
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, segist ekki geta beðið eftir því að mæta Manchester United að sökum nýs stjóra þeirra.

United staðfesti í gær komu Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea, til félagsins og samdi hann til þriggja ára.

Ensku slúðurblöðin greindu frá því á fimmtudaginn að Hazard vildi yfirgefa Chelsea og hefði talað við sinn fyrrum stjóra um að koma til Man. Utd. Hazard segir þó ekkert til í þessu og kveðst ánægður hjá Chelsea.

„Mourinho er magnaður stjóri og ég óska honum góðs gengis á næsta tímabili," sagði Hazard.

„Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti Manchester United. Hann er góður stjóri með mikla reynslu. Hann er hjá stjóru félagi núna og mun aðeins vilja vinna leiki."

„Ég er ánægður, ég er alltaf ánægður. Ég er búinn að ræða við Antonio Conte,"
sagði Belginn þegar hann var spurður út í framtíð sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner