lau 28. maí 2016 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deildin: Keflavík vann Suðurnesjaslaginn
Sigurbergur skoraði seinna mark Keflvíkinga úr víti
Sigurbergur skoraði seinna mark Keflvíkinga úr víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Inkasso-deildinni, en toppliðin tvö Grindavík og Leiknir R. áttu bæði leiki.

Það var Suðurnesjaslagur sjó og mættust þar heimamenn í Keflavík og Grindavík. Keflvíkingar höfðu byrjað mótið ágætlega, en á meðan höfðu Grindvíkingar farið gríðarlega vel af stað og unnið alla sína leiki.

Það fór hins vegar svo í dag að Keflvíkingar voru sterkari. Fyrsta markið kom aðeins eftir tveggja mínútna leik eftir skelfileg mistök frá markverði Grindvíkinga. Magnús Þórir Matthíason skoraði markið.

Keflvíkingar fengu svo víti í seinni hálfleik eftir að Hlynur Örn, markvörður Grindavíkur, braut af sér. Úr vítínu skoraði Sigurbergur Elísson og þar við sat. Keflvíkingar því með montréttinn á Suðurnesjum.

Á "Ghetto Ground" í Breiðholtinu mættust síðan Fjarðabyggð og Leiknir R.. Til að gera langa sögu stutta þá var ekkert mark skorað, en gestirnir í Fjarðabyggð voru sterkari aðilinn og geta Leiknismenn prísað sig sæla með að hafa ekki tapað sínum fyrsta leik í dag.

Keflavík 2 - 0 Grindavík
1-0 Magnús Þórir Matthíasson (´2 )
2-0 Sigurbergur Elísson (´66, víti )
Nánar um leikinn

Leiknir R. 0 - 0 Fjarðabyggð
Nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner