Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. maí 2016 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Gummi Tóta lagði upp í góðum sigri Rosenborg
Gummi lagði upp fyrir Rosenborg
Gummi lagði upp fyrir Rosenborg
Mynd: Getty Images
Rosenborg 3 - 1 Molde
1-0 Pål Andre Helland (´1 )
1-1 Mohamed Elyounoussi (´18 )
2-1 Christian Gytkjær (´28 )
3-1 Christian Gytkjær (´45 )

Rosenborg er í góðri stöðu á toppi norsku úrvalsdeildarinnar, en liðið hafði betur gegn Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Molde í dag.

Paal Andre Helland kom Rosenborg yfir strax á fyrstu mínútu, en Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir Molde á 18. mínútu.

Christian Gytkjær skoraði svo tvisvar fyrir Rosenborg áður en fyrri hálfleik lauk, en fyrra markið lagði Guðmundur Þórarinsson upp fyrir hann.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðmundur Þórarinsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Rosenborg, en Matthías Vilhjálmsson spilaði síðustu 30 mínúturnar.

Eiður Smári Guðjohnsen kom af bekknum hjá Molde á 56. mínútu og spilaði í seinni hálfleik.

Rosenborg er á toppi deildarinnar með 32 stig, átta stigum á undan Odd sem er í öðru sæti, en Molde er í þriðja sætinu einnig með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner