Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. maí 2016 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino fylgdist með sóknarmanni Hollands í gær
Janssen hér í leik með AZ
Janssen hér í leik með AZ
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, aðstoðarmaður hans og yfirnjósnari kíktu á leik Íra og Hollendinga í gær og fylgdust þar með mögulegum skotmörkum fyrir sumarið.

Samkvæmt Sky voru þeir hvað helst að fylgjast með hinum hollenska Vincent Janssen, en hann spilar með AZ Alkmaar í heimalandinu.

Janssen er 21 árs gamall sóknarmaður og var markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem var að líða með 27 mörk.

Hann er undir smásjá nokkurra liða í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal eru meistararnir í Leicester og Tottenham.

Pochettino og hans menn sáust í stúkunni og voru þeir mættir til að fylgjast með Janssen. Hann var tekinn af velli þegar korter var eftir af leiknum, en Tottenham er einnig sagt hafa áhuga á Michy Batshuayi, sóknarmanni Marseille og Callum Wilson, sóknarmanni Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner