Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. maí 2016 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig: Dabbi kóngur er minn maður
Aron Einar og Ragnar fengu spurningar frá almenningi
Icelandair
Ragnar hér ásamt Þorgrími Þráinssyni, fyrrum frambjóðanda
Ragnar hér ásamt Þorgrími Þráinssyni, fyrrum frambjóðanda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson voru í beinni á Facebook hjá Nova í dag og var útsendingu að ljúka nú rétt í þessu.

Áhorfendur fengu að spyrja strákana spjörunum úr, en spjallinu stýrði Sölvi Tryggvason. Sölvi gerði einmitt heimildarmyndina Jökullinn logar, um strákana í landsliðinu og verður hún frumsýnd þann 2. júní.

Meðal þeirra spurninga sem strákarnir fengu var hvort þeir hefðu horft á forsetakappræðurnar sem voru á fimmtudaginn síðastliðinn.

„Bara eitthvað aðeins. Ég fattaði þetta ekki eiginlega. Ég skildi ekki hvað var í gangi þarna," sagði Aron Einar þegar Sölvi spurði hann um málið.

„Mér finnst Guðni flottur," sagði Aron svo og átti þar við Guðna Th. Jóhannesson, sem er í framboði til forseta Íslands.

Ragnar var síðan spurður að því hverjum hann heillaðist hvað helst af þeim sem eru í framboði.

„Ég hef engan áhuga og enga skoðun á þessu. Ég veit ekki einu sinni hver þessi Guðni er," sagði Ragnar.

„Er ekki Davíð Oddson í þessu? Ég segi þá bara Dabbi kóngur, ég hef alltaf fílað Dabba."

Útsendinguna má sjá heild í sinni á Facebooksíðu Nova og með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner