Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2016 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo: Vítaspyrnur eru alltaf eins og happadrætti
Ronaldo lyftir hér bikarnum
Ronaldo lyftir hér bikarnum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo vann í kvöld Meistaradeild Evrópu í þriðja skipti og í annað skipti með Real Madrid.

Hann átti kannski heldur rólegan leik í venjulegum leiktíma, en í vítaspyrnukeppninni skoraði hann úr síðustu spyrnu Real og tryggði titilinn.

„Vítaspyrnur eru alltaf eins og happadrætti, en þú veist aldrei hvað mun gerast," sagði Ronaldo í viðtali eftir leik.

„Liðið okkar sýndi meiri reynslu og við sýndum það með því að skora úr öllum vítaspyrnunum. Frábært kvöld fyrir okkur."

„Nú er tímabilið að enda og leikmenn eru ekki alveg heilir, við verðum núna að hvílast og fara svo á EM."

Athugasemdir
banner
banner
banner