lau 28. maí 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Lewandowski ræddi við Real Madrid
Er Lewa á leið frá Bayern?
Er Lewa á leið frá Bayern?
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Robert Lewandowski, framherja Bayern München, hefur viðurkennt það að hafa rætt við Real Madrid um möguleg félagsskipti frá Bayern.

Lewandowski skoraði 30 mörk á tímabilinu sem var að líða og á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá þýska stórveldinu. Hann hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid í spænskum fjölmiðlum.

Samkvæmt sögusögnum mistókst Lewandowski og Bayern að komast að samkomulagi um nýjan samning í apríl og umboðsmaður pólska framherjans segir Real hafa sett sig í samband.

„Real Madrid hafði samband fyrir nokkrum vikum og við hlustuðum á allt það sem þeir höfðu að segja. Þetta er stórt og spennandi félag," sagði Cezary Kucharski, umboðsmaður Lewandowski.

„Við höfum látið Bayern München vita af því að við ræddum við Real Madrid."

Lewandowski gekk til liðs við Bayern á frjálsri sölu frá keppinautunum í Borussia Dortmund árið 2014 og hefur síðan þá skoraði 67 mörk í 100 leikjum. Hann er augnablikinu í undirbúningi fyrir EM með pólska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner