banner
   lau 28. maí 2016 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vefur Middlesbrough 
Viktor Fischer til Middlesbrough (Staðfest)
Viktor Fischer
Viktor Fischer
Mynd: Getty Images
Middlesbrough, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru búnir að gera sín fyrstu kaup fyrir átökin á næsta tímabili.

Danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer er búinn að semja til þriggja ára, en hann kemur frá Ajax í Hollandi.

Red Bull Salzburg vildi einnig fá Fischer, en Middlesbrough hafði betur í baráttunni um hann.

Fischer getur spilað í öllum sóknarstöðunum en hefur mest notið sín á vinstri vængnum. Hann var valinn efnilegasti leikmaður hollenska boltans 2013.

Verðið á leikmanninum er ekki gefið upp, en hann lék 39 leiki í öllum keppnum með Ajax á tímabilinu sem var að líða og skoraði 11 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner