Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 28. maí 2017 15:00
Kristófer Kristjánsson
Átti litla íbúð og enga uppþvottavél - Er nú kominn til Man City
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá fyrir helgi hefur hinn 22 ára portúgalski Bernardo Silva gengið til liðs við Man City frá Mónakó fyrir einhverjar 43 milljónir punda en nú hefur breska dagblaðið The Guardian tekið saman skemmtilegan pistil um þennan afar áhugaverða leikmann og karakter.

Silva hefur undanfarin tvö ár verið í herbúðum Mónakó en glamúr lífstíll borgarinnar er flestum kunnugur. Auðæfi, spilavíti og skattaparadís eru með fyrstu orðum sem koma upp þegar rætt er um Mónakó en ekkert af þessu á þó við hin hógværa Portúgala sem er uppalinn hjá Benfica í heimalandinu.

Þrátt fyrir að þéna um 15 milljónir króna á mánuði bjó hann í lítilli einna herbergja íbúð í Mónakó, hann átti ekki uppþvottavél og hann þurrkaði þvottinn sinn með því að hengja hann út á svalir.

Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall fer orðspor hans sem leikmanns einnig vaxandi en hann var algjör lykilmaður í Mónakó liði sem vann sinn fyrsta deildartitil í 17 ár.

„Ég kalla hann tyggjó, vegna þess að boltinn er límdur við fæturnar á honum," sagði Benjamin Mendy, samherji hans.

„Hann vissi alltaf að hann gæti ekki unnið líkamlegu baráttuna vegna þess að hann er svo lítill og léttur. Þess vegna reyndi hann alltaf að forðast einvígin og þannig er hann, í dag, alltaf tveimur til þremur skrefum á undan öllum öðrum þegar hann fær boltann," sagði Pepa, fyrrum þjálfari hans hjá U17 liði Benfica.
Athugasemdir
banner
banner