Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 28. maí 2017 18:26
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Björn Sólmar: Hvorugt liðið átti skilið að tapa
Björn Sólmar var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap gegn Þrótti
Björn Sólmar var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap gegn Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta var rosalega svekkjandi tap. Þetta var náttúrulega bara leikur sem að hvorugt liðið átti skilið að tapa og bæði lið áttu skilið að vinna 1-0. Þetta er bara þannig leikur og því miður þá lentum við hinum megin núna en svona er fótboltinn stundum," sagði Björn Sólmar Valgeirsson þjálfari Víkings Ólafsvík eftir tap gegn Þrótti fyrr í dag. Sigurmark Þróttar kom á lokamínútu leiksins og tapið því afar svekkjandi. Þrátt fyrir tapið segist Björn Sólmar geta tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Víkingur Ó.

„En það er fullt jákvætt. Við náttúrulega skíttöpuðum á móti Selfoss heima síðast þannig að baráttan og viljinn og allt í þessum leik var til fyrirmyndar."

Víkingur Ó. er með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðir Íslandsmótsins og hefur enn ekki náð að skora mark. Það er áhyggjuefni fyrir þjálfarann en liðið saknar helsta markaskorara síns sem gæti misst af tímabilinu vegna meiðsla.

„Maður hefur alltaf áhyggjur þegar maður nær ekki að skora. Maður vinnur ekki fótboltaleiki nema skora. Við lendum náttúrulega í því núna að senterinn okkar sem við fengum fyrir tímabilið, hún Samira. Hún er búin að vera hjá okkur síðustu ár og hún er meidd og óvíst með hennar þátttöku í sumar. Við erum í dálítið vondum málum þar. En við sköpuðum okkur færi í dag til að skora. Við þurfum bara að finna nýjar leiðir til að skora í raun og veru," sagði Björn Sólmar og var í kjölfarið spurður út í sóknarmanninn sem hann stillti fram í dag en Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir spilaði lengi stöðu markvarðar en ákvað fyrir nokkrum árum að reyna fyrir sér sem útileikmaður.

„Hún ætti nú að vita hvernig á að skora hjá markmönnum. Unnbjörg var náttúrulega einu sinni markmaður en er búin að spila sem útileikmaður í nokkur ár. Hún er úti háskóla og við fengum hana bara. Það er rosa mikil ógn af henni og vonandi fer hún bara að setj'ann."

Næsti leikur Víkinga Ó. er gegn toppliði HK/Víkings á útivelli. Björn Sólmar býst við að nálgast þann leik á svipaðan hátt og leikinn í dag.

„Við nálgumst þann leik svipað og þennan leik. Þrótturum var spáð fyrir ofan okkur. Flestum liðum var náttúrulega spáð fyrir ofan okkur en HK/Víkingur eru með Pepsi-deildarlið. Þær eru svakalega sterkar. Þær eru búnar að reyna að komast upp úr þessari 1. deild í mörg, mörg ár. Alltaf með sama liðið og alltaf klikkar eitthvað hjá þeim. En þær eru rosalega góðar. Þannig að eins og í dag verðum við að byggja á sterkum varnarleik og reyna að nýta skyndisóknir."
Athugasemdir
banner
banner
banner