Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. maí 2017 18:20
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Fjölnis og Stjörnunnar: Þjálfarar breyta ekki sigurliði
Þórður Ingason fyrirliði Fjölnis er á sínum stað.
Þórður Ingason fyrirliði Fjölnis er á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er með sama byrjunarlið og gegn KA.
Stjarnan er með sama byrjunarlið og gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fjölnir fær Stjörnuna í heimsókn í Grafarvoginn klukkan 19:15 í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla. Fjölnismenn eru með sjö stig í fimmta sæti eftir fjórar umferðir en Stjarnan er með tíu í toppsætinu.

Það er oft sagt að það eigi ekki að breyta sigurliði og þjálfarar liðanna eru greinilega með það í huga í dag.

Fjölnir er með sama byrjunarlið og í sigrinum á FH á meðan Stjarnan er með sama byrjunarlið og í sigrinum á KA í síðustu umferð.

Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, kom inn á sem varamaður gegn FH og skoraði sigurmarkið. Þórir hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli og hann byrjar líka á bekknum í dag.

Beinar textalýsingar:
18:00 Breiðablik - Víkingur Ó.
19:15 Fjölnir - Stjarnan
19:15 Grindavík - Valur
20:00 KR - FH

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic
7. Bojan Stefán Ljubicic
8. Igor Jugovic
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Birnir Snær Ingason
18. Marcus Solberg
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson

Beinar textalýsingar:
18:00 Breiðablik - Víkingur Ó.
19:15 Fjölnir - Stjarnan
19:15 Grindavík - Valur
20:00 KR - FH



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner