Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. maí 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois: Sóknarmenn eru hræddir við Buffon
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois hefur miklar mætur á Gianluigi Buffon sem verður í marki Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid næstu helgi.

Courtois var á milli stanganna hjá Chelsea sem tapaði 2-1 fyrir Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins í gær.

„Þegar það kemur að markvörðum þá er Buffon í öðrum gæðaflokki en allir aðrir," sagði Courtois.

„Hann er mikill leiðtogi, gífurlega reynslumikill og sóknarmenn eru hræddir við hann."

Courtois mætti Buffon í riðlakeppni EM síðasta sumar þar sem Ítalir höfðu betur, 2-0.

„Það var frábært að sjá Buffon spila svona vel á stórmóti þrátt fyrir aldurinn. Ég vona að ég verði jafn góður og hann þegar ég næ hans aldri, ég er 25 ára gamall og hann er 14 árum eldri!

„Þetta snýst ekki aðeins um hæfileikana og gæðin, heldur hvernig hann ber sig, orkuna sem hann gefur frá sér. Þessi orka gerir hann ógnvekjandi í augum sóknarmanna.

„Ég bý yfir gæðum, en mér finnast markverðir eins og Buffon og Iker Casillas vera í öðrum gæðaflokki."

Athugasemdir
banner