Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti GW 15 Cole Palmer bætti met!
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola
Tveggja Turna Tal - Teitur Þórðarson
Útvarpsþátturinn - Stjörnumaðurinn Andri og Elías um brjálæðið á Skaganum
Hugarburðarbolti Þáttur 15 GW14 Er Mo Salah besti knattspyrnumaður heims?
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Tveggja Turna Tal - Kristján Ómar Björnsson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Afturelding vs RÚV
Tveggja Turna Tal - Ívar Ingimarsson
Hugarburðarbolti Þáttur 14 Liverpool óstöðvandi!
Enski boltinn - Hvers konar vél er hann eiginlega búinn að smíða?
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn Þorvaldsson
   sun 28. maí 2017 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Davíð Kristján: Fékk að heyra það eftir Cheerios-auglýsinguna
Mynd: Samsett
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, var í viðtali sem tók óvænta stefnu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

Það hefur mikið gengið á í Kópavoginum en Davíð segir að leikmannahópnum hafi gengið ágætla að díla við það sem hefur verið í gangi.

„Klefinn er þannig að við erum allir svo góðir vinir en það er fínt að það sé komin smá ró," segir Davíð en Blikar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir lögðu Víking Reykjavík í síðustu umferð. Davíð var meðal markaskorara. „Það var geggjað, vonandi náum við að tengja nokkra sigra. Svo er alltaf gaman að skora."

Í kvöld klukkan 18 leikur Breiðablik við Víking Ólafsvík á Kópavogsvelli. Það er fyrsti leikur Blika undir stjórn Milos Milojevic.

„Við erum búnir að fara vel í hlutina og Milos hefur komið með punkta um það sem hann vill sjá. Ég vona að við náum þremur stigum. Við ætlum að fara að gera Kópavogsvöll að okkar heimavelli og fara að vinna einhverja leiki þar," segir Davíð.

Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Blika, færði Davíð af kantinum og í bakvörðinn.

„Það var líklegast af því að ég skoraði svo lítið! Eftir að maður fór í bakvörðinn fór maður að skora miklu meira. Ég var ekki að „delivera" á kantinum en fór að leggja meira upp og skora eftir að ég fór í bakvörðinn. Addi sagði að hann vildi sjá mig spila í þessari stöðu og mér líður mjög vel í þessari stöðu."

Davíð var í fimleikum þegar hann var yngri og snerti einnig á leiklistinni. Hann lék Litla íþróttaálfinn í vinsælum Latabæjarþætti.

„Selma Björns talaði við mig. Ég var í fimleikum og var búinn að vera í leikritum, Kardimommubænum og fleiru. Ég fór í einhverjar sex til sjö prufur áður en ég var valinn. Tökurnar stóðu yfir í 2-3 vikur. Ég talaði á ensku en svo var „döbbað" yfir það. Einhver stelpa talaði fyrir mig," segir Davíð hlæjandi.

Hann segist þó mest hafa fengið að heyra það fyrir að leika í Cheerios-auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Hann rifjar upp þegar drullað var yfir hann á Stjörnuvellinum þegar hann var í 4. flokki. Viðtalið við Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner