Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
   sun 28. maí 2017 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Davíð Kristján: Fékk að heyra það eftir Cheerios-auglýsinguna
Mynd: Samsett
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, var í viðtali sem tók óvænta stefnu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

Það hefur mikið gengið á í Kópavoginum en Davíð segir að leikmannahópnum hafi gengið ágætla að díla við það sem hefur verið í gangi.

„Klefinn er þannig að við erum allir svo góðir vinir en það er fínt að það sé komin smá ró," segir Davíð en Blikar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir lögðu Víking Reykjavík í síðustu umferð. Davíð var meðal markaskorara. „Það var geggjað, vonandi náum við að tengja nokkra sigra. Svo er alltaf gaman að skora."

Í kvöld klukkan 18 leikur Breiðablik við Víking Ólafsvík á Kópavogsvelli. Það er fyrsti leikur Blika undir stjórn Milos Milojevic.

„Við erum búnir að fara vel í hlutina og Milos hefur komið með punkta um það sem hann vill sjá. Ég vona að við náum þremur stigum. Við ætlum að fara að gera Kópavogsvöll að okkar heimavelli og fara að vinna einhverja leiki þar," segir Davíð.

Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Blika, færði Davíð af kantinum og í bakvörðinn.

„Það var líklegast af því að ég skoraði svo lítið! Eftir að maður fór í bakvörðinn fór maður að skora miklu meira. Ég var ekki að „delivera" á kantinum en fór að leggja meira upp og skora eftir að ég fór í bakvörðinn. Addi sagði að hann vildi sjá mig spila í þessari stöðu og mér líður mjög vel í þessari stöðu."

Davíð var í fimleikum þegar hann var yngri og snerti einnig á leiklistinni. Hann lék Litla íþróttaálfinn í vinsælum Latabæjarþætti.

„Selma Björns talaði við mig. Ég var í fimleikum og var búinn að vera í leikritum, Kardimommubænum og fleiru. Ég fór í einhverjar sex til sjö prufur áður en ég var valinn. Tökurnar stóðu yfir í 2-3 vikur. Ég talaði á ensku en svo var „döbbað" yfir það. Einhver stelpa talaði fyrir mig," segir Davíð hlæjandi.

Hann segist þó mest hafa fengið að heyra það fyrir að leika í Cheerios-auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Hann rifjar upp þegar drullað var yfir hann á Stjörnuvellinum þegar hann var í 4. flokki. Viðtalið við Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner