Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. maí 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Davíð Viðars: Verðskuldað að láta okkur heyra það
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hvorugt liðið er á þeim stað sem það vill vera á. Við höfum ekki verið að spila nógu vel og við getum ekkert verið að væla yfir því að við séum á ósanngjörnun stað í töflunni. Við þurfum að bæta okkar leik og við höfum verið að vinna í því," segir Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH um leik liðsins gegn KR í kvöld.

FH-ingar töpuðu gegn Fjölni í síðustu umferð og eftir þann leik lét Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, hörð orð falla í viðtali á Fótbolta.net. Þar sagði hann að leikmenn hefðu ekki ráðið við frétt um að Fjölnir hefði ekki unnið í Kaplakrika í áraraðir.

„Það var klárlega verðskuldað að láta okkur heyra það. Við spiluðum ekki vel og hann mátti vera óánægður með okkar frammistöðu," sagði Davíð.

„Ég var ekki búinn að sjá þessa frétt sem hann var að tala um en hvort sem það er hún eða eitthvað allt annað þá höfum við ekki verið að spila nógu vel. Þegar liðið spilar ekki nógu vel þá má þjálfarinn að sjálfsögðu láta okkur heyra það. Við hljótum að geta tekið því eins og menn."

FH er í 8. sæti og KR í 7. sæti fyrir leikinn í kvöld. Davíð segir að FH-ingar komi dýrvitlausir til leiks.

„Við erum í þeirri stöðu núna að vera ekki búnir að vinna í þremur leikjum í röð í deildinni. Við ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir. Ég veit að við munum mæta klárir í slaginn. Vonandi náum við að bæta það sem hefur vantað í síðustu þremur leikjum," sagði Davíð.

sunnudagur 28. maí
18:00 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fjölnir-Stjarnan (Extra völlurinn)
19:15 Grindavík-Valur (Grindavíkurvöllur)
20:00 KR-FH (Alvogenvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner