Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. maí 2017 13:10
Þórður Már Sigfússon
Heimir Hallgrímsson í elítunni á Norðurlöndum
Tveir af þeim bestu.
Tveir af þeim bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson var fyrstur til að ná eftirtektarverðum árangri með íslenska landsliðið.
Guðjón Þórðarson var fyrstur til að ná eftirtektarverðum árangri með íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Egil ,,Drillo
Egil ,,Drillo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Eðvaldsson náði góðum árangri með íslenska landsliðið.
Atli Eðvaldsson náði góðum árangri með íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roy Hodgson var nálægt því að koma Finnum á EM 2008.
Roy Hodgson var nálægt því að koma Finnum á EM 2008.
Mynd: Getty Images
Árangur Heimis Hallgrímssonar í landsliðsþjálfarastarfi Íslands er einn sá besti meðal Norðurlandaþjóðanna en einungis Tommy Söderberg og Lars Lagerback eru með hærra sigurhlutfall í keppnisleikjum ef síðustu 20 ár eru skoðuð.

Ef stuðst er við aðra reikniaðferð sem margir telja að gefi oft á tíðum skýrari mynd, þar sem jafntefli vegur sem hálfur sigur og hálft tap, er Heimir í öðru sæti með 67,5% sigurhlutfall en Söderberg er efstur með 73%

Söderberg var landsliðsþjálfari Svíþjóðar áður en Lagerback hóf að þjálfa liðið í samvinnu við hann árið 2000 en árangur þeirra tveggja með liðið var frábær. Þeir töpuðu fáum leikjum og komust ávallt í lokakeppni. Lagerback tók síðan alfarið við stjórnartaumunum árið 2004.

Heimir einstakur
Árangur Heimis er í raun undraverður en stórar þjálfarakanónur líkt og Egil „Drillo“ Olsen, sem gerði frábæra hluti með Norðmönnum, og Morten Olsen, sem þjálfaði Danmörku um árabil, þurfa að lúta í gras fyrir Eyjapeyjanum.

Heimir tók við sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir undankeppni EM 2014 í slagtogi með Lagerback.

Hann hefur þjálfað liðið einn í núverandi undankeppni, fyrir HM á næsta ári, og er sigurhlutfallið hærra en þegar hann var með Lagerback sér við hlið.

Það er því ekkert launungarmál að hann er undir smásjá margra evrópskra félagsliða um þessar mundir.

Íslendingar eiga engan annan fulltrúa á top 10 en Guðjón Þórðarson sem náði eftirtektarverðum árangri með íslenska landsliðið undir lok síðustu aldar kemst næstur því en hann er í 11. sæti með 42,8% sigurhlutfall. Sé stuðst við hina reikinaðferðina er hann með 53,6% sigurhlutfall.

Aðrir Íslendingar á listanum eru með undir 40% sigurhlutfall og dóla í neðri hlutanum en þó má geta þess að þeirra á meðal er Atli Eðvaldsson sem náði ágætum árangri með landsliðið.

Hodgson gerði góða hluti með Finnum
Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, stýrði Finnum í undankeppni EM 2008 og náði þar merkilegum árangri. Undir hans stjórn tapaði Finnland einungis 2 leikjum af 14 í átta liða riðli sem innihélt m.a. Portúgal, Pólland, Belgíu og Serbíu.

Þar af leiðandi er hann mjög ofarlega á lista yfir flesta leiki án taps en hann leiddi Finnland til sigurs í 6 af þessum 14 leikjum.

Hér fyrir neðan eru listar yfir árangur landsliðaþjálfara Norðurlandaþjóða síðastliðin 20 ár. Þjálfarar sem tóku við stjórnartaumum tímabundið eða stýrðu landsliðum í einungis örfáum leikjum eru ekki taldir með.

Sigurhlutfall:
1. Tommy Söderberg (Svíþjóð), 59,5%
2. Lars Lagerback (Svíþjóð, Ísland, Noregur), 55,4%
3. Heimir Hallgrímsson (Ísland), 55%
4. Erik Hamrén (Svíþjóð), 52,5%
5. Egil Olsen (Noregur), 51,5%
6. Morten Olsen (Danmörk), 51%
7. Age Hareide (Noregur, Danmörk), 48,3%
8. Bo Johannsson (Danmörk), 45,8%
9. Nils Johan Semb, (Noregur), 45,5%
10. Roy Hodgson (Finnland), 42,9%
11. Guðjón Þórðarson (Ísland), 42,8%
12. Antti Muurinen (Finnland), 39,3%
13. Per-Mathias Högmo (Noregur), 38,8%
14. – 15. Stuart Baxter (Finnland), 38,5%
14. – 15. Atli Eðvaldsson (Ísland), 38,5%
16. – 17. Ásgeir Sigurvinsson (Ísland), 26,7%
16. – 17. Logi Ólafsson (Ísland), 26,7%
18. Mixu Patelainen (Finnland), 25%
19. Eyjólfur Sverrisson (Ísland), 16,7%
20. Ólafur Jóhannesson (Ísland), 12,5%
21. – 22. Lars Olsen (Færeyjar), 12,5%
21. – 22. Brian Kerr (Færeyjar), 12,5%
23. Allan Simonsen (Færeyjar), 10%
24. – 25. Henrik Larsen (Færeyjar), 0%
24. – 25. Jógvan Martin Olsen (Færeyjar), 0%

Sigurhlutfall (jafntefli vegur sem hálfur sigur og hálft tap):
1. Tommy Söderberg (Svíþjóð), 73%
2. Heimir Hallgrímsson (Ísland), 67,5%
3. Lars Lagerback (Svíþjóð, Ísland, Noregur), 66,9%
4. Egil Olsen (Noregur), 65,2%
5. Morten Olsen (Danmörk), 65%
6. Roy Hodgson (Finnland), 64,3%
7. Erik Hamrén (Svíþjóð), 61%
8. Age Hareide (Noregur, Danmörk), 58,6%
9. Nils Johan Semb (Noregur), 57,6%
10. Bo Johannsson (Danmörk), 56,3%
11. Guðjón Þórðarson (Ísland), 53,6%
12. Stuart Baxter (Finnland), 50%
13. Antti Muurinen (Finnland), 48,2%
14. Per-Mathias Högmo (Noregur), 44,4
15. Atli Eðvaldsson (Ísland), 42,3%
16. Mixu Patelainen (Finnland), 37,5%
17. - 18. Ásgeir Sigurvinsson (Ísland), 33,3%
17. - 18. Logi Ólafsson (Ísland), 33,3%
19. Eyjólfur Sverrisson (Ísland) 25%
20. Ólafur Jóhannesson (Ísland), 21,9%
21. Allan Simonsen (Færeyjar), 20%
22. Lars Olsen (Færeyjar), 16,7%
23. Brian Kerr (Færeyjar), 15,6%
24. Henrik Larsen (Færeyjar), 6,3%
25. Jógvan Martin Olsen (Færeyjar), 0%

Leikir án taps:
1. Tommy Söderberg (Svíþjóð), 86,5%
2. Roy Hodgson (Finnland), 85,7%
3. Morten Olsen (Danmörk), 80,2%
4. Heimir Hallgrímsson (Ísland), 80%
5. Egil Olsen (Noregur), 78,8%
6. Lars Lagerback (Svíþjóð, Ísland, Noregur), 78,3%
7. Erik Hamrén (Svíþjóð), 70%
8. Nils Johan Semb (Noregur), 69,7
9. Age Hareide (Noregur, Danmörk), 68,9%
10. Bo Johannsson (Danmörk), 66,7%
11. Guðjón Þórðarson (Ísland), 64,3%
12. Stuart Baxter (Finnland), 61,5%
13. Antti Muurinen (Finnland), 57,1%
14. - 15. Per-Mathias Högmo (Noregur), 50%
14. - 15. Mixu Patelainen (Finnland) 50%
16. Atli Eðvaldsson (Ísland), 46,2%
17. Eyjólfur Sverrisson (Ísland), 33,3%
18. Ólafur Jóhannesson (Ísland), 31,3%
19. Ásgeir Sigurvinsson (Ísland), 30,8%
20. Logi Ólafsson (Ísland), 30,8%
21. Allan Simonsen (Færeyjar), 30%
22. Lars Olsen (Færeyjar), 20,8%
23. Brian Kerr (Færeyjar), 18,8%
24. Henrik Larsen (Færeyjar), 11,1%
25. Jógvan Martin Olsen (Færeyjar), 0%
Athugasemdir
banner
banner
banner