Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 28. maí 2017 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Indriði Sig: Sofnuðum á verðinum
Indriði Sigurðsson var í hjarta varnarinnar í kvöld.
Indriði Sigurðsson var í hjarta varnarinnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR í Pepsi-deild karla, var svekktur með að fá aðeins eitt stig út úr rimmunni gegn FH í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 FH

KR-ingar stjórnuðu leiknum gegn FH og voru að skapa sér fleiri færi á meðan FH-ingar fengu fá færi og nýttu þau.

Gunnar Nielsen var öflugur í markinu hjá FH og þegar uppi var staðið skiptu liðin stigunum á milli sín.

„Miðað við frammistöðuna og sénsana þá hefðum við átt að taka þetta," sagði Indriði.

„Það var eitthvað sem við bjuggumst við. Þeir eru búnir að vera að skipta og hafa verið að ströggla í 3-4-3 og þekkja hitt mikið betur, þannig við vorum búnir undir þetta."

„Þetta eru aulamörk. Við sofnuðum á verðinum og það gerist þegar þú ert að stjórna leiknum og mikið með boltann. Við þurfum að laga það og ég hef engar áhyggjur af því."

„Seinna markið er fast leikatriði og við þurfum að laga það. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því og ef við erum að spila vel þá erum við að fara að ná í fullt af punktum."


Eins og áður segir var KR að skapa sér mörg færi en gekk illað nýta þau. Indriði segir að sigrarnir komi til með að skila sér á endanum.

„Er þetta ekki annar leikurinn í röð þar sem markvörðurinn er einn af betri mönnum leiksins? Við erum að gera eitthvað rétt og ef við höldum svona áfram þá mun þetta detta og eftir því sem líður á sumarið verðum við bara betri og betri."

„Við erum búnir að vera drullusvekktir eftir að við töpuðum fyrsta leik. Eigum tvo góða leiki sem við vinnum en okkur finnst að við ættum frekar að vera með fjögur stig heldur en eitt stig út úr síðustu leikjum."


Varnarlínan hjá KR hefur þó verið afar öflug og er liðið að stjórna sínum leikjum vel.

„Ef þú kíkir á ball possession hjá okkur í leikjunum sem við erum að spila þá erum við að stjórna flestu leikjunum. Það er trickið að detta ekki í þessa gildru að vera með boltann og skapa lítið af sénsum en mér finnst við vera að skapa fullt af sénsum og þeir eru að fara að detta," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner