Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 28. maí 2017 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Fylkir ekki í vandræðum í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 0 - 3 Fylkir
0-1 Emil Ásmundsson ('31)
0-2 Albert Brynjar Ingason ('42)
0-3 Emil Ásmundsson ('44)

Fylkir er á toppi Inkasso-deildarinnar eftir öruggan sigur gegn HK í Kópavogi.

Emil Ásmundsson gerði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma og tóku gestirnir úr Árbænum öll völd á vellinum út hálfleikinn.

Albert Brynjar Ingason sýndi gæðin sín og tvöfaldaði forystuna áður en Emil gerði útaf við leikinn fyrir leikhlé.

Heimamenn virtust aldrei líklegir til að koma til baka og lauk leiknum með öruggum sigri Fylkismanna, sem eru með 10 stig eftir fjórar umferðir. HK er með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner