Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 28. maí 2017 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dramatískur sigur tryggði Roma 2. sætið
Mynd: Getty Images
Roma rétt náði að tryggja sér 2. sætið í ítölsku deildinni með sigurmarki frá varamanninum Diego Perotti á 90. mínútu.

Roma þurfti sigur til að tryggja sér sætið en gestirnir frá Genoa gerðu þeim heldur erfitt fyrir og komust yfir strax á þriðju mínútu.

Markakóngurinn Edin Dzeko jafnaði skömmu síðar og lagði svo upp fyrir Daniele De Rossi í síðari hálfleik.

Stuðningsmenn Roma fögnuðu ákaft eftir mark De Rossi, en sú hamingja var skammlíf því Darko Lazovic jafnaði fimm mínútum síðar.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að knýja fram sigur og hafðist það á lokamínútunum þegar Perotti skoraði eftir laglega skallasendingu frá Dzeko.

Roma fer því beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust á meðan Napoli, sem endaði í þriðja sæti, þarf að taka þátt í undankeppninni.

Roma 3 - 2 Genoa
0-1 Pietro Pellegri ('3)
1-1 Edin Dzeko ('10)
2-1 Daniele De Rossi ('74)
2-2 Darko Lazovic ('79)
3-2 Diego Perotti ('90)

Sampdoria 2 - 4 Napoli
0-1 Dries Mertens ('36)
0-2 Lorenzo Insigne ('42)
0-3 Marek Hamsik ('49)
1-3 Fabio Quagliarella ('50)
1-4 Jose Callejon ('65)
2-4 Ricky Alvarez ('90)

Cagliari 2 - 1 AC Milan
1-0 Joao Pedro ('17)
1-1 Gianluca Lapadula ('72, víti)
2-1 Fabio Pisacane ('93)
Rautt spjald: Gabriel Paletta, Milan ('75)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner