Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 28. maí 2017 13:29
Kristófer Kristjánsson
Kvennalið Wolfsburg fær ekki að fagna tvennunni út af karlaliðinu
Leikmenn Wolfsburg fagna þýska meistaratitlinum
Leikmenn Wolfsburg fagna þýska meistaratitlinum
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar eru þýskir deildar- og bikarmeistarar í kvennaboltanum en þrátt fyrir þann magnaða árangur hefur klúbburinn ákveðið að banna þeim að fagna árangrinum með lokahófi og skemmtun, þangað til í haust.

Af hverju? Jú vegna þess að karlalið Wolfsburg er að berjast fyrir lífi sínu um að halda sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni.

Stjórn Wolfsburg hefur ákveðið að árangri kvennaliðsins eigi að fagna í september, fjórum mánuðum eftir sigrana, til þess að skyggja ekki á undirbúning karlaliðsins sem leikur mikilvægan umspilsleik um sæti sitt í deildinni eftir helgi.

Upp frá þessu hefur að sjálfsögðu sprottið mikil umræða á samfélagsmiðlum og hefur fólk misjafnar skoðanir á þessu. Sumir spyrja sig hvort svona væri farið að málum væri staðan öfug, þ.e. karlaliðið meistari en kvennaliðið í klípu, á meðan aðrir benda á að knattspyrnufélög þurfi að reka og að helsta tekju auðlind þeirra sé karlaliðið og því ljóst að fjárhagsstaða félagsins bíður mikla hnekki ef það fellur um deild.

Þetta þykir þó allt hið furðulegasta mál og ljóst að þetta gæti dregið einhvern dilk á eftir sér.



Athugasemdir
banner
banner
banner