Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. maí 2017 11:30
Kristófer Kristjánsson
„Man Utd fullkomnaði Ronaldo, ekki Real"
Varð Ronaldo að þeim leikmanni sem hann er, í Manchester?
Varð Ronaldo að þeim leikmanni sem hann er, í Manchester?
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, Real Madrid og Man Utd, segir að Cristiano Ronaldo sé orðinn hinn fullkomni leikmaður hjá Real Madrid en að það sé Man Utd að þakka.

Portúgalinn hefur unnið Ballon d'Or verðlaunin fjórum sinnum, þrisvar hjá Madrid, og hann gæti lyft sínum þriðja Meistaradeildarbikar fyrir Real Madrid um næstu helgi en hann vann þann titil einnig einu sinni með Man Utd.

Þessi 32 ára framherji er víða talinn einn besti leikmaður heims og segir Owen að Sir Alex Ferguson eigi miklar þakkir skilið fyrir það en Ronaldo var í sex ár undir Ferguson í Manhcester.

„Hann var algjörlega ótrúlegur í Manchester og ég held að United og Sir Alex Ferguson hafi mótað hann í þann leikmann sem hann er í dag, þetta er engan veginn Real Madrid að þakka," sagði Owen.

„Ronaldo og Messi hafa hækkað knattspyrnuna á annað stig, þeir eru bestu leikmenn heims."

„Ronaldo er bara hrein fullkomnun."
Athugasemdir
banner