banner
   sun 28. maí 2017 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Pardew útilokar að taka við Sunderland
Alan Pardew ætlar ekki að svíkja Newcastle.
Alan Pardew ætlar ekki að svíkja Newcastle.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Alan Pardew, sem rekinn var frá Crystal Palace á síðasta ári, segir að hann muni aldrei taka við Sunderland.

Pardew var um árabil stjóri Newcastle og vill því ekki taka við helstu erkifjendunum. Hann er hins vegar tilbúinn fyrir nýja áskorun eftir ágætis frí.

„Í ljósi þess að um erkifjendur Newcastler að ræða held ég að þetta sé ekki rétta félagið fyrir mig," sagði Pardew við Sky Sports.

„Eftir að hafa stýrt svo stóru félagi myndi ég aldrei fara til erkifjendanna, ég hef ekki áhuga á því. En þetta er frábært félag og þeir þurfa að sjá til þess að þeir komist aftur upp í úrvalsdeildina þar sem þeir eiga heima."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner