Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. maí 2017 10:55
Kristófer Kristjánsson
Stoke undirbýr tilboð í Wayne Rooney
Powerade
Wayne Rooney þykir líklegur til að hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Man Utd
Wayne Rooney þykir líklegur til að hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Man Utd
Mynd: Getty Images
Andrea Belotti gæti orðið eftirsóttur í sumar
Andrea Belotti gæti orðið eftirsóttur í sumar
Mynd: Getty Images
Manchester klúbbarnir og Liverpool hafa áhuga á Benjamin Mendy
Manchester klúbbarnir og Liverpool hafa áhuga á Benjamin Mendy
Mynd: Getty Images
Gleðilegan sunnudag og velkomin í slúðurpakka dagsins.

Stoke er að undirbúa 45 milljón punda pakka til að klófesta Wayne Rooney, framherja Manchester United en hann er orðinn 31 árs gamall. Megnið af upphæðinni færi í að greiða leikmanninum laun. (Sunday People)

Rooney er aftur á móti að horfa til Kína og Bandaríkjanna eftir að áhugi Everton, æskufélags hans, minnkaði. (Sun)

West Ham er tilbúið að mæta 140 þúsund punda launakröfum Ross Barkley til að krækja í þennan 23 ára miðjumann frá Everton. (Star Sunday)

Manchester United ætlar að bjóða Jose Mourinho nýjan fimm ára samning. (Sunday Express)

Man Utd er ekki bara að eltast við Antoine Griezmann, framherja Atletico Madrid, en félagið er einnig sagt fylgjast grannt með Andrea Belotti, 23 ára framherja Torino. (Sunday Express)

Mourinho segir sjálfur að vonir og möguleikar félagsins á að landa Griezmann hvíi á Ed Woodward, framkvæmdastjóra Man Utd. (Mail)

Chelsea og Arsenal eru einnig sögð hafa áhuga á Belotti en hann gæti kostað allt að 85 milljónir punda. (Sun)

Man City íhugar að bjóða Pep Guardiola nýjan samning en hann gerði þriggja ára samning við félagið síðasta sumar. (Mirror)

Guardiola er hinsvegar einnig undir pressu frá eigendum félagsins að fá Joe Hart til baka eftir að hinn þrítugi markvörður varði síðasta tímabili á láni hjá Torino. (Sun)

Chelsea, Arsenal og Tottenham hafa öll áhuga á að kaupa Moussa Dembele, framherja Celtic, en AC Milan er einnig sagt fylgjast grannt með þessum tvítuga strák. (Express)

Zlatan Ibrahimovic hefur mörg tilboð á borði sínu og mun klárlega vera áfram í Evrópu samkvæmt umboðsmanni hans. Hvort hann verið áfram hjá Man Utd er þó enn óljóst. (Sky Sports)

Tottenham og Everton vilja bæði landa Harry Maguire, 24 ára varnarmanni Hull sem féll nýlega úr ensku úrvalsdeildinni. (Sunday People)

Liverpool ætlar að blanda sér í baráttu Manchester klúbbana um Benjamin Mendy en þessi 22 ára vinstri bakvörður spilar hjá Mónakó. (Liverpool Echo)


Athugasemdir
banner
banner