sun 28. maí 2017 20:40
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Fjölnis biðjast afsökunar á færslunni um Sigga Dúllu
Twitter færslan umrædda.
Twitter færslan umrædda.
Mynd: Twitter
Káramenn, stuðningsmannahópur Fjölnis, hefur beðist afsökunar á Twitter færslu um Sigga Dúllu liðsstjóra Stjörnunnar.

Færslan var birt fyrir leik Fjölnis og Stjörnunnar sem nú stendur yfir.

Færslan var gagnrýnd mikið á Twitter og henni var eytt í kjölfarið. Káramenn hafa núna beðist afsökunar á henni.

„Káramenn vilja biðjast afsökunnar á okkar ummælum hér áðan. Siggi dúlla er ekkert nema fagmaður og var meiningin ekki til að særa," segja Káramenn á Twitter.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Fjölnis gagnrýndir fyrir færslu um Sigga Dúllu
Textalýsing úr Fjölnir - Stjarnan



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner