Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. maí 2017 15:41
Kristófer Kristjánsson
West Ham búið að bjóða í Iheanacho
Kelechi Iheanacho
Kelechi Iheanacho
Mynd: Getty Images
West Ham hefur sett fram tilboð í Kelechi Iheanacho, framherja Man City, en þetta segja heimildarmenn Sky Sports.

City er talið meta leikmanninn á um 20 milljónir punda en nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga.

Iheanacho hefur aðeins byrjað einn leik fyrir City á þessu ári og er ekki talinn vera í langtíma áætlunun Pep Guardiola, stjóra liðsins.

Andy Carroll og Diafra Sakho, framherjar West Ham, hafa vera mikið meiðslahrjáðir undanfarin misseri og er því Iheanacho ofarlega á óskalista Slaven Bilic.

West Ham hefur nú þegar samið um félagsskipti Pabo Zabaleta en samningur hans hjá City rennur út 1. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner