Heimild: BBC

Hér að neðan má sjá helstu slúðurmolana úr enska boltanum á þessum fína föstudegi.
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, mun beina sjónum sínum að Robert Lewandowski framherja Borussia Dortmund ef hann nær ekki að krækja í Edinson Cavani frá Napoli. (Daily Mirror)
Vonir Arsenal um að krækja í Ashley Williams hafa minnkað þar sem Swansea vill fá tíu milljónir punda fyrir leikmanninn. (The Times)
Manchester United mun snúa sér að Gareth Bale ef félagið nær ekki að krækja í Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. (Daily Star)
Brasilíski miðjumaðurinn Paulinho er að ganga í raðir Tottenham en hann segist hafa fengið þau skilaboð að Bale verði áfram hjá félaginu. (Daily Mail)
Mario Gomez, framherji FC Bayern, er efstur á óskalista Manchester City eftir söluna á Carlos Tevez. Alvaro Negredo hjá Sevilla, Pablo Osvaldo hjá Roma og Oscar Cardozo framherji Benfica koma einnig til greina. (The Independent)
WBA hefur áhuga á Scott Sinclair kantmanni Manchester City en hann gæti verið á förum á lánssamningi. (The Sun)
Sunderland er nálægt því að krækja í argentínska hægri bakvörðinn Gino Peruzzi frá Velez Sarsfield. (Daily Mirror)
Liverpool er að fylgjast með Mamadou Sakho varnarmanni PSG. (Daily Express)
Crystal Palace hefur náð samkomulagi við Peterborough um kaup á framherjanum Dwight Gayle. (Talksport)
Sunderland mun fá tvær milljónir punda þegar félagið selur Ahmed Elmohamady til Hull í dag. (Sunderland Echo)
Newcastle gæti boðið 15,2 milljónir punda í Pierre-Emerick Aubameyang framherja St Etienne. (Newcastle Chronicle)
Glenn Hoddle hefur sagt Gareth Bale að vera áfram á Englandi þrátt fyrir áhuga Real Madrid. Hoddle vill að Bale fari frekar í Manchester United eða City. (The Sun)
Athugasemdir