Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 28. júní 2014 18:00
Fótbolti.net
Hlynur Svan: Ætlum að halda titlinum
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Svan stýrði liði sínu til sigurs gegn Val í dag og Breiðablik verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins.

„Þetta var bara mjög góður leikur af okkar hálfu. Það sem við lögðum upp með fyrir leik gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Svo náttúrulega opnaðist leikurinn. Við erum 2-0 yfir og þetta er bikarleikur svo við vissum alveg þær myndu þurfa að koma ansi hátt á okkur sem þær gerðu. Þar af leiðandi fengum við aragrúa af þremur á móti tveimur, fjórum á móti þremur þar sem við vorum að velja svolítið vitlaust í lokin. Annars hefðum við bara labbað hérna í gegn og komist ein á móti markmanni trekk í trekk,“ sagði Hlynur um leikinn.

„Ég er mjög sáttur. Það svosem skiptir ekki máli hvort við vinnum 3-0 eða bara 1-0. Við erum áfram í hattinum þegar það verður dregið á mánudaginn. Við ætluðum okkur allan tímann að fara í undanúrslit.“

Aðspurður um óskamótherja í undanúrslitum sagðist Hlynur helst vilja heimaleik en að hann yrði einnig sáttur við útileik á gervigrasi Stjörnunnar.

„Þetta verða fjögur góð lið í hattinum þegar það verður dregið og það væri gaman að fá heimaleik. Ég held að það skipti svolítið miklu máli að fá heimaleik. Svo hefur okkur reyndar gengið mjög vel á gervigrasi þannig að ef að við drögumst úti á móti Stjörnunni þá þiggjum við það alveg. Ég held að við séum með svona ekta gervigraslið.“

„Við unnum þennan titil í fyrra og ætlum að halda honum í Kópavogi í ár“, sagði Hlynur brattur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner