Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 28. júní 2014 18:00
Fótbolti.net
Hlynur Svan: Ætlum að halda titlinum
Kvenaboltinn
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Svan stýrði liði sínu til sigurs gegn Val í dag og Breiðablik verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins.

„Þetta var bara mjög góður leikur af okkar hálfu. Það sem við lögðum upp með fyrir leik gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Svo náttúrulega opnaðist leikurinn. Við erum 2-0 yfir og þetta er bikarleikur svo við vissum alveg þær myndu þurfa að koma ansi hátt á okkur sem þær gerðu. Þar af leiðandi fengum við aragrúa af þremur á móti tveimur, fjórum á móti þremur þar sem við vorum að velja svolítið vitlaust í lokin. Annars hefðum við bara labbað hérna í gegn og komist ein á móti markmanni trekk í trekk,“ sagði Hlynur um leikinn.

„Ég er mjög sáttur. Það svosem skiptir ekki máli hvort við vinnum 3-0 eða bara 1-0. Við erum áfram í hattinum þegar það verður dregið á mánudaginn. Við ætluðum okkur allan tímann að fara í undanúrslit.“

Aðspurður um óskamótherja í undanúrslitum sagðist Hlynur helst vilja heimaleik en að hann yrði einnig sáttur við útileik á gervigrasi Stjörnunnar.

„Þetta verða fjögur góð lið í hattinum þegar það verður dregið og það væri gaman að fá heimaleik. Ég held að það skipti svolítið miklu máli að fá heimaleik. Svo hefur okkur reyndar gengið mjög vel á gervigrasi þannig að ef að við drögumst úti á móti Stjörnunni þá þiggjum við það alveg. Ég held að við séum með svona ekta gervigraslið.“

„Við unnum þennan titil í fyrra og ætlum að halda honum í Kópavogi í ár“, sagði Hlynur brattur að lokum.
Athugasemdir
banner