Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 28. júní 2014 18:00
Fótbolti.net
Hlynur Svan: Ætlum að halda titlinum
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Svan stýrði liði sínu til sigurs gegn Val í dag og Breiðablik verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins.

„Þetta var bara mjög góður leikur af okkar hálfu. Það sem við lögðum upp með fyrir leik gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Svo náttúrulega opnaðist leikurinn. Við erum 2-0 yfir og þetta er bikarleikur svo við vissum alveg þær myndu þurfa að koma ansi hátt á okkur sem þær gerðu. Þar af leiðandi fengum við aragrúa af þremur á móti tveimur, fjórum á móti þremur þar sem við vorum að velja svolítið vitlaust í lokin. Annars hefðum við bara labbað hérna í gegn og komist ein á móti markmanni trekk í trekk,“ sagði Hlynur um leikinn.

„Ég er mjög sáttur. Það svosem skiptir ekki máli hvort við vinnum 3-0 eða bara 1-0. Við erum áfram í hattinum þegar það verður dregið á mánudaginn. Við ætluðum okkur allan tímann að fara í undanúrslit.“

Aðspurður um óskamótherja í undanúrslitum sagðist Hlynur helst vilja heimaleik en að hann yrði einnig sáttur við útileik á gervigrasi Stjörnunnar.

„Þetta verða fjögur góð lið í hattinum þegar það verður dregið og það væri gaman að fá heimaleik. Ég held að það skipti svolítið miklu máli að fá heimaleik. Svo hefur okkur reyndar gengið mjög vel á gervigrasi þannig að ef að við drögumst úti á móti Stjörnunni þá þiggjum við það alveg. Ég held að við séum með svona ekta gervigraslið.“

„Við unnum þennan titil í fyrra og ætlum að halda honum í Kópavogi í ár“, sagði Hlynur brattur að lokum.
Athugasemdir
banner