PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 28. júní 2014 18:00
Fótbolti.net
Hlynur Svan: Ætlum að halda titlinum
Kvenaboltinn
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Hlynur og Blikastúlkur eru komin í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Svan stýrði liði sínu til sigurs gegn Val í dag og Breiðablik verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins.

„Þetta var bara mjög góður leikur af okkar hálfu. Það sem við lögðum upp með fyrir leik gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Svo náttúrulega opnaðist leikurinn. Við erum 2-0 yfir og þetta er bikarleikur svo við vissum alveg þær myndu þurfa að koma ansi hátt á okkur sem þær gerðu. Þar af leiðandi fengum við aragrúa af þremur á móti tveimur, fjórum á móti þremur þar sem við vorum að velja svolítið vitlaust í lokin. Annars hefðum við bara labbað hérna í gegn og komist ein á móti markmanni trekk í trekk,“ sagði Hlynur um leikinn.

„Ég er mjög sáttur. Það svosem skiptir ekki máli hvort við vinnum 3-0 eða bara 1-0. Við erum áfram í hattinum þegar það verður dregið á mánudaginn. Við ætluðum okkur allan tímann að fara í undanúrslit.“

Aðspurður um óskamótherja í undanúrslitum sagðist Hlynur helst vilja heimaleik en að hann yrði einnig sáttur við útileik á gervigrasi Stjörnunnar.

„Þetta verða fjögur góð lið í hattinum þegar það verður dregið og það væri gaman að fá heimaleik. Ég held að það skipti svolítið miklu máli að fá heimaleik. Svo hefur okkur reyndar gengið mjög vel á gervigrasi þannig að ef að við drögumst úti á móti Stjörnunni þá þiggjum við það alveg. Ég held að við séum með svona ekta gervigraslið.“

„Við unnum þennan titil í fyrra og ætlum að halda honum í Kópavogi í ár“, sagði Hlynur brattur að lokum.
Athugasemdir