Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   sun 28. júní 2015 13:25
Elvar Geir Magnússon
Blikar hafa ekki oft fagnað sigri í Eyjum
Frá leik ÍBV og Breiðabliks 2011.
Frá leik ÍBV og Breiðabliks 2011.
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson/Fréttir
Breiðablik heimsækir Vestmannaeyjar í dag en eins og fram kemur á blikar.is þá hefur liðinu í gegnum tíðina ekki gengið sérstaklega vel í Eyjum.

Sigrar Kópavogsliðsins eru bara fimm í 25 tilraunum.

Fyrsti leikur liðanna í efstu deild var 1971 - árið sem Breiðablik lék fyrst í efstu deild. ÍBV vann þann leik 6-0.

Arnar Grétarsson, nú þjálfari Breiðabliks, er leikmaður þegar Blikaliðið fer til Eyja árið 2006. Leikurinn var fyrsti leikur Arnars með Blikum frá árinu 1996 eða í 10 ár. Marel Baldvinsson skoraði þá sigurmarkið.

ÍBV fellur um deild um haustið en er komið aftur meðal þeirra bestu árið 2009 þá er Arnar Grétarsson í liði Blika sem vinnur aftur sigur, að þessu sinni er það mark Alfreðs Finnbogasonar sem ræður úrslitum. Síðan þá hafa Blikar ekki unnið í Eyjum.

Lestu greinina í heild á blikar.is

Leikir dagsins - Allir í beinum textalýsingum
17:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
19:15 KR-Leiknir R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (Vodafonevöllurinn)
20:00 Fjölnir-FH (Fjölnisvöllur)



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner