Fyrsti leikur dagsins í Pepsi-deildinni fer fram í Vestmannaeyjum í dag klukkan 17:00 en ÍBV mætir Breiðabliki á Hásteinsvelli.
Af því tilefni heyrðum við hljóðið í miðverðinum Damir Muminovic hjá Blikum.
Af því tilefni heyrðum við hljóðið í miðverðinum Damir Muminovic hjá Blikum.
„Mér lýst mjög vel á þennan leik og okkur hlakkar mikið til að fara til Eyja. Þeir eru búnir að vera að spila betur en stigin gefa til kynna í síðustu leikjum og við erum peppaðir fyrir leiknum," segir Damir sem býst við að Eyjamenn mæti vel stemmdir til leiks.
„Þjálfarinn þeirra að hætta tímabundið og nýjir aðalþjálfarar koma inn. Tryggvi og Ingi munu hvetja þá áfram og þess vegna koma þeir pottþétt baráttuglaðir."
Erum ekkert byrjaðir að fljúga
Blikar þurftu að sætta sig við jafntefli gegn FH í síðustu umferð eftir að allt stefndi í að þrjú stig væru á leið í Kópavoginn.
„Þetta var svekkjandi. Okkur fannst við vera betri í leiknum og frammistaðan var góð. Svona gerist í fótbolta og við erum mótiveraðir að ná í þrjú stig í Eyjum."
Blikar hafa fengið mikið hrós en leikmenn ná að halda sér á jörðinni.
„Þegar liðið spilar vel og það nær úrslitum, þá fær það alltaf hrós. Við erum með okkar markmið og við vinnum í því að ná þeim á hverjum degi. Ef menn halda að þeir séu einhverjir kallar eftir níu umferðir, að þá eru menn ekki á réttum stað og örugglega ekki í réttri íþrótt. Þannig við erum ekkert byrjaðir að fljúga," segir Damir.
Leggur mikið upp úr sigurvilja
Það er stóísk ró yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum. Er hann líka svona yfirvegaður í klefanum?
„Já ég myndi segja það. Hann leggur mikið upp með hvernig við komum fram, sigurvilja og undirbúa sig, til þess að vera í sem bestu formi í hverjum einasta leik. Ef menn gera ekki þessa hluti, þá auðvitað talar hann við menn og segir hvað honum finnst."
Að lokum er ekki annað hægt en að spyrja Damir út í stuðningsmannasveitina Kópacabana sem hefur verið í stuði í stúkunni.
„Ég elska Kópacabana! Þeir eru svo flottir! Fólk vanmetur oft stuðning. Þeir gefa okkur auka kraft og ég hef heyrt að þeir ætli að koma til Eyja. Þetta verður skemmtilegur leikur," segir Damir Muminovic.
Leikir dagsins - Allir í beinum textalýsingum
17:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
19:15 KR-Leiknir R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (Vodafonevöllurinn)
20:00 Fjölnir-FH (Fjölnisvöllur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir