þri 28. júní 2016 20:00
Magnús Már Einarsson
Ingó fyrir mót: Ísland mætir Englandi í 16-liða og Frökkum í 8-liða
Icelandair
Ingó tippaði rétt á að Ísland myndi vinna England í 16-liða.
Ingó tippaði rétt á að Ísland myndi vinna England í 16-liða.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Fyrir EM fékk Fótbolti.net nokkra álitsgjafa til að spá í spilin en þar var meðal annars spurt hvað Ísland myndi fara langt á EM.

Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, hafði þar rétt fyrir sér þegar hann spáði að Ísland myndi fara í 16-liða úrslit gegn Englandi og vinna.

„Ísland kemst upp úr riðlinum, spilar við England í 16-liða og kemst áfram á dómaramistökum," sagði Ingólfur í álitinu en Ísland þurfti alls engin dómaramistök til að komast áfram í gær.

Ingólfur spáði einnig að Ísland myndi mæta Frökkum í 8-liða úrslitunum en vonandi rætist spá hans ekki um tap í þeim leik.

„Ísland fer í 8-liða úrslit og lendir þar á frönskum vegg. Menn verða slegnir frekar illa þar en allir verða sáttir við 8-liða úrslit," sagði Ingólfur.

Sjá einnig:
EM-álitið: Hversu langt fer Ísland?
Athugasemdir
banner
banner