þri 28. júní 2016 09:30
Fótbolti.net
Lið 8. umferðar: Sóknarsinnað úrvalslið
Garðar skoraði bæði mörk ÍA í sigri á KR.
Garðar skoraði bæði mörk ÍA í sigri á KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar er í liði umferðarinnar.
Böðvar er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þórir er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar.
Þórir er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áttundu umferðinni í Pepsi-deild karla lauk á föstudagskvöldið. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.

Þjálfari umferðarinnar er Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA en Skagamenn unnu nokkuð óvæntan 2-1 útisigur á KR í umferðinni, eftir að hafa lent marki undir. Rándýr sigur í fallbaráttuslag.



Garðar Gunnlaugsson skoraði bæði mörk ÍA gegn KR en hann átti góðan leik líkt samherji sinn og bakvörðurinn, Darren Lough.

Róbert Örn Óskarsson stóð vaktina vel í marki Víkings R. í 2-0 sigri liðsins á Víking Ó. Bæði mörk Víkings R. skoraði Gary Martin sem virðist vera kominn á flug í markaskorun.

Í bragðdaufum markalausum leik Breiðabliks og Vals skaraði miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason fram úr.

Steven Lennon skoraði eina mark FH í 1-0 sigri liðsins á Fylki. Böðvar Böðvarsson var með allt á hreinu í vinstri bakverðinum og er með Lennon í liði umferðarinnar.

Brynjar Gauti Guðjónsson var afar öruggur í öftustu línu Stjörnunnar í 1-0 sigri gegn ÍBV. Halldór Orri Björnsson var öflugur á miðjunni hjá Stjörnunni.

Hinn ungi og efnilegi Birnir Snær Ingason var frábær í liði Fjölnis í 5-0 sigri á Þrótti R. Hann skoraði tvö mörk í leiknum auk Þóris Guðjónssonar sem er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

Lið 8. umferðar:
Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Darren Lough (ÍA)
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Böðvar Böðvarsson (FH)

Gary Martin (Víkingur R.)
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Birnir Snær Ingason (Fjölnir

Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Steven Lennon (FH)

Sjá einnig:
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner