þri 28. júní 2016 14:35
Þorsteinn Haukur Harðarson
Sky: Reyndir leikmenn voru búnir að missa trú á Hodgson
Mynd: Getty Images
Fréttastofa Skysports greinir frá því að reyndir leikmenn í enska landsliðinu hafi verið búnir að missa alla trú á Roy Hodgson, þjálfara liðsins.

Hodgson lét af störfum eftr tapið gegn Íslandi í gær en heimildarmenn Sky segja að það komi reyndum leikmönnum liðsins ekki á óvart.

Samkvæmt heimildum Sky var margt sem leikmenn liðsins furðuðu sig á hvað Hodgson varðaði.

Sú staðreynd að liðið hafi notast við 4-3-3 taktík þrátt fyrir að spila hana ekki í vináttuleikjum í aðdraganda mótsins.

Að Raheem Sterling hafi verið að fá spiltíma þrátt fyrir slakt gengi hans.

Leikmenn furðuðu sig á því að Adam Lallana hafi ekki byrjað gegn Íslandi þrátt fyrir góða frammistöðu í riðlakeppninni.

Þá töldu leikmenn liðsins að Roy Hogdson hafi verið ákveðinn í að hætta eftir Íslandsleikinn áður en leikurinn var spilaður. Leikmenn telja að með því hafi Hodgson sýnt að hann hafi ekki trú á liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner