Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júní 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Southgate líklegastur til að taka við Englandi
Næsti landsliðsþjálfari Englands?
Næsti landsliðsþjálfari Englands?
Mynd: Getty Images
Veðbankar telja Gareth Southgate líklegastan til að taka við enska landsliðinu en Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir tapið gegn Íslandi í gær.

Southgate starfar nú sem þjálfari U-21 árs landsliðs Englands og er almenn ánægja með störf hans þar en þessi 45 ára gamli fyrrum landsliðsmaður hefur einnig reynslu úr félagsliðabolta þar sem hann þjálfaði Middlesbrough um tíma.

Aðrir sem þykja koma til greina í starfið eru Gary Neville og Eddie Howe en sá fyrrnefndi var hluti af þjálfarateymi Roy Hodgson.

Eddie Howe er mikils metinn í Englandi og þykir vera einn efnilegasti knattspyrnustjóri Englendinga um þessar mundir enda hefur hann unnið frábært starf hjá Bournemouth.

Næstir á eftir þessum þrem hjá veðbönkum eru reynsluboltarnir Alan Pardew, stjóri Crystal Palace og Sam Allardyce, stjóri Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner
banner